um okkur

Höfðabón.

Fyrirtækið Höfðabón var stofnað árið 1998. Höfðabón hefur verið í eigu nokkra aðila síðan þá. Irenijus Jancauskas fékk þá tækifæri til þess að kaupa fyrirtækið árið 2017 í ágúst, Höfðabón sá þá bara um bílaþrif og gekk það vel og ákváðum við í janúar árið 2018 að stækka fyrirtækið og bæta við heimilisþrif og fyrirtækjaþrif. Þá kom Sólveig Jancauskiene Jonasdóttir konan Irenijusar inn i reksturinn á Höfðabóni.

Höfum við hjónin rekið Höfðabón saman síðan og hefur Sólveig séð um heimilis og fyrirtækjaþrif en Irenijus sér um bílaþrifin áfram.

Við leggjum mikinn metnað í að skila okkar vinnu vel af hendi og erum við vandvirk og samviskusöm. Einkunnarorð okkar eru: Hver einasti viðskiptavinur er einstakur. Það á líka við um bíllinn hans. Þess vegna starfa eigendur fyrirtækisins sjálfir við þvott og bón, til að tryggja fyrsta flokks vinnubrögð og skínandi árangur.

Okkur langar að kynna þér þjónustu Höfðabóns.

Höfðabón er sérhæft fyrirtæki í þrifum á bílum og hvers kyns farartækjum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði vinnu sinnar og hefur að leiðarljósi þá staðreynd að hver einasti viðskiptavinur er dýrmætur og bíllinn hans líka. Eigendur fyrirtækisins standa sjálfir vaktina við þrifin og gæta þess að hver einasti bíll fái gæðaþrif og bón, innan sem utan. Við notum aðeins hágæða efni til að ná sem bestum árangri. Við bjóðum fyrirtækjum í fastri þjónustu upp á að sækja og skila bílunum án endurgjalds---

---

---

---


---

---


---

---