Sagan okkar

Höfðabón er bónstöð bílsins. Þar er lögð mikil áhersla á gæði og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að allir viðskiptavinir upplifi að þegar þeir fá bíla sína afhenta eru þeir að keyra um á hreinasta bílnum í bænum.

Eigendur fyrirtækisins standa sjálfir vaktina og gæta þess að hver bíll fái bæði gæðaþrif og bón að innan sem utan. Notuð eru eingöngu hágæða efni sem þau hafa lagt sig fram við að velja og nýtast sem best við Íslenskar aðstæður.


Irenijus Jancauskas varð nýr eigandi að Höfðabóns í ágúst 2017. Fókus fyrirtækisins þá var einungis á bílaþrif.

Í janúar árið 2018 ákváðu hjónin að stækka fyrirtækið og bæta við heimilis- og fyrirtækjaþrifum ásamt þjónustu við húsfélög, sú deild heitir í dag Höfðaþrif. Eiginkona Irenijus hún Sólveig Jancauskiene Jónasdóttir, steig þá inn í reksturinn að fullu. Sólveigar fókus er á Höfðaþrif og Irenijus fókus er á Höfðabón. 


Þau segja:

Við leggjum mikinn metnað í að skila okkar vinnu vel af hendi og erum við vandvirk og samviskusöm. Við erum stöðugt að bæta við okkur þekkingu og hefur Irenijus bætt við sig þekkingu í gegnum ýmis námskeið í lakkleiðréttingu, í keramik vörnum og í almennu viðhaldi á bílalakki. 

Einkunnarorð okkar eru: Hver einasti viðskiptavinur er einstakur. Það á bæði við um heimili og bílinn hans. Þess vegna störfum við sjálf líka við þrifin til að tryggja fyrsta flokks vinnubrögð, skínandi árangur og ánægða viðskiptavini.